Enski boltinn

Wenger: Hverfandi möguleikar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að sitt lið eigi lítinn sem engan möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn eftir að hafa tapað fyrir Bolton í dag, 2-1.

Tamir Cohen skoraði sigurmark Bolton í uppbótartíma og er Arsenal nú níu stigum á eftir toppliði Manchester United. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir United.

„Það er erfitt að tapa svona leik. Við gáfum allt sem við áttum. Viðhorfið okkar var frábært enda vorum við 1-0 undir en áttum samt möguleika á að vinna leikinn," sagði Wenger við enska fjölmiðla.

„Leikmennirnir lögðu mikið á sig og þeim líður illa."

Arsenal gerði í vikunni 3-3 jafntefli við Tottenham, sem og gegn Liverpool um síðustu helgi.

„Við hefðum getað tekið níu stig í þessari viku en við fengum tvö. Við þurfum ekki að breyta leikstíl okkar en þurfum að takast betur á við ýmsar aðstæður og sýna meiri þroska. Við höfum verið of brothættir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×