Enski boltinn

Lampard: Nú fer Torres á flug

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard reiknar með því að liðsfélagi hans, Fernando Torres, muni nú fara á flug þegar hann er loksins búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Torres var keyptur á 50 milljónir punda frá Liverpool í janúar síðastliðnum en skoraði ekkert í sínum fyrstu þrettán leikjum með Chelsea. Markið langþráða kom svo loksins í 3-0 sigri Chelsea á West Ham um helgina.

„Framherji í heimsklassa er mjög dýr,“ sagði Lampard. „Hæfileikum verður ekki breytt og leikmanni í heimsklassa ekki heldur. Við höfum séð það áður að hans ferli og það hefur ekkert breyst.“

„Hann er þögull strákur og hefur varlað opnað munninn. Ef hann hefur verið settur á bekkinn þá hefur hann bara þagað og beðið eftir því að koma aftur inn á.“

„Þetta var bara tímaspursmál og ég tel að hann muni fara á flug, hvort sem það verður í næstu leikjum eða á næsta tímabili.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×