Enski boltinn

Rooney: Hernandez eru kaup aldarinnar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Rooney og Hernandez hafa verið sjóðheitir saman í vetur.
Rooney og Hernandez hafa verið sjóðheitir saman í vetur. Nordic Photos/Getty Images
Wanye Rooeny segir að kaup Manchester United á Javier Hernandez séu kaup aldarinnar. Hernandez tryggði Man. United mikilvægan sigur á Everton á laugardag með marki þegar skammt var eftir af leiknum.

Þessi framherji frá Mexíkó hefur skorað 19 mörk í öllum keppnum og kostaði aðeins 7 milljónir punda þegar hann var keyptur til liðsins síðasta sumar. Þessi 22ja ára leikmaður hefur skorað fjölmörg mikilvæg mörk fyrir United á þessari leiktíð sem hefur sex stiga forystu á toppnum í ensku deildinni og komið í undanúrslit í Meistaradeildinni.

„Þetta voru frábær úrslit hjá okkur. Elska að spila með Hernandez. Kaup aldarinnar og frábær félagi," sagði Rooney um samherja sinn í framlínu United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×