Erlent

Lífvörður hraunaði yfir Kate Middleton á Facebook

MYND/AP
Hinn átján ára gamli Cameron Reilly, sem er í lífvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar, verður ekki á meðal lífvarða þeirra Vilhjálms krónprins og Kate Middleton þegar þau ganga í það heilaga eins og stóð til. Ástæðan er sú að hann fór miður fögrum orðum yfir krónprinsessuna tilvonandi á Facebook síðu sinni. Hann var ekki ánægður með stúlkuna sem honum fannst sína sér litla virðingu á dögunum: „Hún og Vilhjálmur keyrðu fram hjá mér á föstudaginn var og eina sem ég fékk var smá vink á meðan hún horfði í hina áttina. Heimska snobbaða belja, ég er greinilega ekki nógu góður fyrir hana!“

Yfirmenn Camerons eru lítið hrifnir af skrifunum og hann verður ekki viðstaddur athöfnina sem Bretar bíða eftir með eftirvæntingu. Þá er framtíð hans hjá skosku lífvarðasveitinni óráðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×