Íslenski boltinn

Matthías: Enn staðráðnari í að vinna tvöfalt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, segir að leikmenn liðsins séu lítið að hugsa um spár sérfræðinga síðustu dagana fyrir mót.

FH var í dag spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá forráðamanna liðanna í Pepsi-deild karla með nokkrum yfirburðum.

„Þessar spár eru nú aðeins til gamans gerðar. Við erum byrjaðir að einbeita okkur fyrir leikinn gegn Val á mánudaginn og hlökkum mikið til," sagði Matthías.

FH er ríkjandi bikarmeistari en liðið hefur skipst á að vinna annað hvort Íslandsmeistaratitilinn eða bikarmeistaratitilinn síðan 2004.

„Eins og við höfum sagt þá er markmið félagsins að vinna allt sem er í boði. Það er engin breytinga á því í ár. Eftir því sem árin líða verðum við enn staðráðnari í að vinna tvöfalt."

Keppni í deildinni var mjög jöfn í fyrra en að lokum réðust úrslitin á markatölu. Breiðablik og FH enduðu með jafn mörg stig en Blikar urðu meistarar vegna betra markahlutfalls.

„Ég á ekki von á því að einhver lið stingi af í ár enda 5-6 lið sem eru mjög fín. Ég þori ekki að spá hvaða lið verða í toppbaráttunni en ég gæti trúað því að það verði eitthvað lið sem muni koma á óvart."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×