Erlent

Geislavirknin minnkað, segja stjórnvöld

Frá kjarnorkuverinu
Frá kjarnorkuverinu
Yfirvöld í Japan segja að geislavirkni í kjarnorkuverinu í Fukushima hafi minnkað eftir sprenginguna í morgun. Hlífðarhjúpur sem er utan um kjarnakljúfinn er óskemmdur.

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, sagði í yfirlýsingu að heilsu fólks yrði ekki ógnað og hvatti hann fólk, sem býr í nágrenni við kjarnorkuverið, að halda ró sinni.

Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi og var öllum íbúm sem búa í 20 kílómetra radíus við kjarnorkuverið gert að yfirgefa heimili sín. Við sprenginguna í morgun myndaðist stórt ský sem tók stefnu sína frá kjarnorkuverinu.

Óttast var að geislunin væri nú jafnmikil á hverri klukkustund og leyfileg heildargeislun er á einu ári í kjarnorkuverinu. Orkumálaráðherra landsins hefur dregið þær fréttir til baka og segja að hlífðarhjúpurinn sé óskemmdur og dregið hafi úr geislavirkninni.

Stjörnvöld í Japan hafa beðið Breta um aðstoð við björgunaraðgerðir, en fram kom í morgun að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fer ekki til Japans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×