Erlent

Fjórða áfallið í Japan: Eldgos í suðvesturhluta landsins

Eldgosið er það öflugasta í 52 ár.
Eldgosið er það öflugasta í 52 ár.
Eldgos varð í fjallinu Shinmoedake í Japan í gær og truflar flugsamgöngur. Fjallið er í suðvesturhluta Japans, á Kyushu eyjunni, sem er talsvert frá hamfarasvæðunum í Japan, þar sem flóðbylgjur hafa skilið eftir sig ótrúlega slóð eyðileggingar með þeim afleiðingum að 15 þúsund manns er saknað.

Gosið olli mikilli skelfingu á eyjunni en það er það stærsta á svæðinu í 52 ár. Gosmökkurinn hefur truflað flugsamgöngur lítillega.

Fólk, sem er búsett næst fjallinu, hefur verið flutt af svæðinu. Fjallið gaus lítillega í janúar en sumir vísindamenn telja að eftirskjálftarnir hafi vakið það aftur til lífsins.

Því er gosið í raun fjórða áfallið sem Japanir hafa orðið fyrir síðan á föstudaginn. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo flóðbylgjan og nú er möguleiki á meiriháttar kjarnorkuslysi í Fukushima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×