Erlent

Minni hætta vegna geislavirkni en talið var

Mynd/AP
Niðurstöður mælinga á geislavirkni við Fukushima kjarnorkuverið í Japan benda ekki til að um víðtæka alvarlega geislamengun hafi verið að ræða, eða verði að ræða, og svæði þar sem heilsufarslegrar áhættu gætir sé mjög takmarkað.

Þetta kemur fram í frétt á vef Geislavarna ríkisins.

Eldur kom upp í geymslu fyrir geislavirkan úrgang við kjarnorkuverið í nótt. Á svipuðum tíma jókst styrkur geislunar á svæðinu, en dvínaði síðan aftur. Orsökin er væntanlega að geislavirk efni hafi dreifst til andrúmslofts vegna eldsvoðans. Þetta getur leitt til mælanlegrar aukningar geislunar á víðu svæði, en heilsufarsleg áhætta verður væntanlega mjög staðbundin.

Tilkynnt var um að styrkur geislunar hafi mælst allt að 400 mSv/klst sem er gríðarlega hátt gildi. Geislavarnir ríkisins vekja athygli á því að þarna var aðeins um að ræða mæligildi á einum punkti í eitt augnablik. Mælar víðar á svæðinu mun lægri gildi, mest 12 mSv/klst við aðalhlið og síðan ört fallandi.

Við mörk svæðis kjarnorkuversins voru gildin mun lægri, mest tæplega 1 mSv/ klst.

Geislavarnir ríkisins munu áfram fylgjast með fregnum af geislavirkni á svæðinu og flytja af því fréttir á vef sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×