Erlent

Fjögurra mánaða stúlka komin til fjölskyldu sinnar á ný

MYND/AP
Fjögurra mánaða gömul stúlka sem fannst á lífi í rústum þorpsins Ishinomaki í Japan í gær er komin á ný til foreldra sinna.

Faðir stúlkunnar missti hana úr höndum sér þegar flóðbylgja skall á heimili þeirra og í þrjá daga var hún talin af. Björgunarsveitarmenn ætluðu ekki að trúa eigin eyrum þegar þeir heyrðu barnsgrát í rústunum í gær en þar var stúlkan komin, heil á húfi.

Og nú hefur tekist að hafa upp á fjölskyldu hennar sem var himinlifandi yfir þessu kraftaverki mitt í öllum hörmungunum sem dunið hafa yfir Japan síðustu daga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×