Erlent

Erlendir ríkisborgarar hvattir til að yfirgefa Japan

Frakkland hefur nú bæst í hóp þjóða sem hvetja ríkisborgara sína til að koma sér frá Japan eða flytja sig til suðurhluta landsins.

Samkvæmt frétt um málið á Reuters hafa stjórnvöld í Frakklandi beðið Air France flugfélagið að leggja til flugvélar undir brottflutning Frakka frá Japan.

Stjórnvöld í Kína eru byrjuð að flytja kínverska ríkisborgara frá norðurhluta Japans og suður á bóginn og nota til þess fjölda af rútum.

Þá hefur austurríska sendiráðið verið flutt frá Tókýó til borgarinnar Osaka í suðurhluta Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×