Erlent

Sorgleg birtingamynd hamfaranna: Bíða eftir að verða sótt í skólann

Flóðbylgjan sem reið yfir bæi Japans var hryllileg.
Flóðbylgjan sem reið yfir bæi Japans var hryllileg.
30 börn sitja og leika sér í skólastofu í japanska bænum Ishinomaki, sem fór einna verst út úr flóðbylgjunum, á föstudaginn.

Foreldrar þeirra komu aldrei til þess að sækja þau. Flóðbylgjan reið yfir bæinn á sama tíma og foreldrar áttu að sækja börnin í skólann. Talið er að einhverjir foreldranna hafi farist í flóðbylgjunni.

Börnin eru á aldrinum átta til tólf ára gömul.

Breskir fréttamenn, sem hafa fjallað um málið í dag, fengu ekki aðgang að börnunum þar sem kennarar töldu komu þeirra geta vakið falsvonir barnanna um að foreldrar þeirra væru komnir.

Jafnvel hurð sem opnast getur vakið upp væntingar um að foreldri sé komið. Kennarar vilja vernda þau sem best þau geta og halda þeim því öruggum í skólabyggingunni. Þeir vonast til þess að foreldrar sæki eitthvert af börnunum.

Tíu þúsund manns eru horfnir í Ishinomaki. Opinberlega hafa rúmlega fjögur þúsund manns verið úrskurðaðir látnir í hamförunum og um tíu þúsund eru týndir.

Því getur liðið talsverður tími þar til börnin fá að vita um afdrif foreldra sinna, þó það sé alls ekki útilokað að þau verði sótt næstu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×