Enski boltinn

Anderson ætlar sér að skora tíu mörk á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anderson í leiknum gegn Norwich
Anderson í leiknum gegn Norwich Mynd. / Getty Images
Anderson, leikmaður Manchester United, ætlar sér að skora í það minnsta tíu mörk fyrir félagið á tímabilinu, en hann hefur kannski ekki verið iðinn fyrir framan markið á undanförnum árum.

Anderson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar leikmaðurinn hafði leikið 78 leiki fyrir félagið.

Leikmaðurinn skoraði eitt mark í 2-0 sigri gegn Norwich á laugardaginn og hefur því gert fjögur mörk fyrir félagið síðan hann kom til liðsins árið 2007.

„Ég hef sett mér ákveðið markmið persónulega og það er að skora í það minnsta tíu mörk á tímabilinu," sagði Anderson.

„Það mætti segja að þetta sé mín besta byrjun fyrir félagið, en ég hef aldrei tekið þátt í eins mörgum leikjum".

„Mér líður eins og þetta sé minn tími. Ég hef æft vel og hugsað vel um sjálfan mig undanfarinn ár. Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að sýna öllum hversu megnugur ég er".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×