„Þetta var virkilega sætt,“ sagði Viktor Bjarki Arnarsson, leikmaður KR, eftir sigur í Valitor-bikarkeppni karla í dag, en liðið vann Þór, 2-0, í sjálfum úrslitaleiknum.
„Þetta voru kannski ekki sanngjörn úrslit, þeir voru í raun betri en við á öllum sviðum og mjög óheppnir“.
„Við höfum farið í úrslit þrisvar á síðustu fjórum árum og það taldi mikið í dag. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanförnu að vera einum færri og við nýttum okkur það í dag“.
„Nú er bara að fagna þessum titli í nokkra daga og koma sér síðan aftur á jörðina því það er einn eftir“.
Viktor Bjarki: Nú er bara að fagna þessum titli í nokkra daga
Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvellinum skrifar