Erlent

Kona á sjötugsaldri handtekin fyrir kynlífsleik út á götu

Konan og maðurinn sögðust vera kynlífsfíklar.
Konan og maðurinn sögðust vera kynlífsfíklar.

Franska lögreglan handtók sextíu og þriggja ára gamla konu á fjölfarinni verslunargötu í bænum Carcassone í suðvesturhluta landsins.

Konan hafði brotið það af sér að leiða fertugan mann áfram í ól sem fest var við beran lim mannsins.

Parið hefur verið ákært fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri og fer fyrir dómara í apríl.

Fólkið játaði að vera haldið kynlífsfíkn og sagðist hafa verið í miðjum leik þegar það var handtekið, að því er fréttastofa AFP hefur eftir lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×