Íslenski boltinn

Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bjarni fagnar með liðinu í dag.
Bjarni fagnar með liðinu í dag. Fréttablaðið/Anton
Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári.

"Þetta var frábær leikur að okkar hálfu. Það gekk allt sem við lögðum upp með eins og við vildum," segir Bjarni.

"Við ætluðum að bíða aðeins og sjá hvernig þeir spiluðu þetta. Við vissum að þeir væru svolítið veikir fyrir í öftustu varnarlínu og það var flott að skora strax."

"Við vörðumst líka vel og mörkin voru flott. Við höfum verið mjög einbeittir alla ferðina og vorum steðaráðnir í að gera eitthvað í þessum leik," sagði fyrirliðinn.




Tengdar fréttir

Stórbrotinn sigur íslenska U-21 árs liðsins á Þjóðverjum

Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×