Íslenski boltinn

Lélegt íslenskt landslið gerði jafntefli gegn Liechtenstein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton

Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu bauð ekki upp á nokkurn skapaðan hlut er það gerði 1-1 jafntefli gegn lélegu landsliði frá Liecthenstein.

Leikurinn var ekki rishár og óhætt að segja að íslenska liðið hafi enn og aftur valdið vonbrigðum með andlausum leik.

Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands en Michael Stocklasa jafnaði í síðari hálfleik.

Sóknarleikur Íslands var arfaslakur í þessum leik og leikmenn virtust ekki hafa mikinn áhuga á verkefninu gegn lélegu liði.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þarf að íhuga það vandlega hvort þetta séu mennirnir sem hann vill að spili næstu leiki landsliðsins því menn virtust ekki vera að berjast fyrir sæti í hópnum með öllu sem þeir eiga.

Ísland-Liechtenstein 1-1

1-0 Rúrik Gíslason (20.)

1-1 Michael Stocklasa (69.)

Áhorfendur: Um 3.000

Dómari: Anthony Buttimer, Írland.

Skot (á mark): 9-4 (4-1)

Varin skot: Árni 0 - Bicer 3

Horn: 5-4

Aukaspyrnur fengnar: 23-14

Rangstöður: 1-2

Ísland (4-3-3)

Árni Gautur Arason

Grétar Rafn Steinsson

(74., Arnór Sveinn Aðalsteinsson)

Sölvi Geir Ottesen

(49., Ragnar Sigurðsson)

Kristján Örn Sigurðsson

Indriði Sigurðsson

Aron Einar Gunnarsson

(65., Guðmundur Kristjánsson)

Ólafur Ingi Skúlason

(77., Matthías Vilhjálmsson)

Eiður Smári Guðjohnsen

(65., Veigar Páll Gunnarsson)

Arnór Smárason

(84., Ólafur Páll Snorrason)

Rúrik Gíslason

Heiðar Helguson

Leiknum var lýst bein á Boltavaktinni. Lýsinguna má sjá hér: Ísland - Liechtenstein














Fleiri fréttir

Sjá meira


×