Gylfi kostaði sjö milljónir punda - nánast allt upp í skuldir Reading Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 06:45 Gylfi eftir undirskriftina. Heimasíða Hoffenheim. Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn. Reading fær tíu prósent af næstu sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær fyrir söluna núna. „Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár og stutt klúbbinn en þetta er það síðasta hjá mér. Fyrir mér er Madjeski orðinn leiður á leikfanginu sínu og hann á að selja klúbbinn einhverjum sem hefur metnað," sagði einn stuðningsmanna félagsins í gær, bálreiður yfir sölunni á Gylfa. Forráðamenn Hoffenheim eru í skýjunum með kaupin. Þeir sögðu á heimasíðu félagsins að þeir væntuðu mikils af Gylfa sem kom til landsins rétt fyrir landsliðsæfingu seinni partinn í gær. Anthony Smith er blaðamaður hjá staðarblaðinu Reading Chronicle. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að stuðningsmenn félagsins væru mjög reiðir út í klúbbinn. „Fjárhagur félagsins hefur farið versnandi. Það fær ekki lengur styrk frá ensku úrvalsdeildinni og það þurfti einfaldlega að selja til að grynnka skuldirnar," sagði Smith. „Aðeins 300 þúsund pundum er eytt í nýja leikmenn. Við fáum Zurab Khizanishvili lánaðan frá Blackburn og svo fáum við Ian Harte," segir Smith sem er þó ánægður með að klúbburinn græði vel á leikmanni sem kemur í gegnum unglingalið félagsins. „Hann kostaði okkur ekkert og það var einfaldlega ekki hægt að hafna þessu. Ég talaði við menn hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir staðfestu að hann yrði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hoffenheim er toppklúbbur og hann gat augljóslega ekki sagt nei heldur," segir blaðamaðurinn. Hann staðfesti einnig að Bolton, Fulham og Newcastle hefðu viljað kaupa Gylfa sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Reading fyrir stuttu. „Stuðningsmennirnir skilja Gylfa ekki allir, þeir segja að hann hafi ætlað að vera áfram. En það eru bara nokkrir hörundsárir, nánast allir samgleðjast honum. Hann er einkar geðþekkur strákur og öllum líkar vel við hann. Stuðningsmennirnir eru brjálaðir út í klúbbinn og segja að það skorti upp á metnað, en í sannleika sagt erum við nokkuð frá því að eiga möguleika á því að komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Smith. Stjórnarformaður Reading telur að það hafi verið rétt að gera þennan samning fyrir félagið. „Ég er annálaður stuðningsmaður félagsins og á meðan ég er stjórnarformaður geri ég hlutina á réttan hátt. Núna erum við komnir með fjármálin á réttan kjöl," sagði hann og óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum vettvangi. Íslenski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn. Reading fær tíu prósent af næstu sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær fyrir söluna núna. „Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár og stutt klúbbinn en þetta er það síðasta hjá mér. Fyrir mér er Madjeski orðinn leiður á leikfanginu sínu og hann á að selja klúbbinn einhverjum sem hefur metnað," sagði einn stuðningsmanna félagsins í gær, bálreiður yfir sölunni á Gylfa. Forráðamenn Hoffenheim eru í skýjunum með kaupin. Þeir sögðu á heimasíðu félagsins að þeir væntuðu mikils af Gylfa sem kom til landsins rétt fyrir landsliðsæfingu seinni partinn í gær. Anthony Smith er blaðamaður hjá staðarblaðinu Reading Chronicle. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að stuðningsmenn félagsins væru mjög reiðir út í klúbbinn. „Fjárhagur félagsins hefur farið versnandi. Það fær ekki lengur styrk frá ensku úrvalsdeildinni og það þurfti einfaldlega að selja til að grynnka skuldirnar," sagði Smith. „Aðeins 300 þúsund pundum er eytt í nýja leikmenn. Við fáum Zurab Khizanishvili lánaðan frá Blackburn og svo fáum við Ian Harte," segir Smith sem er þó ánægður með að klúbburinn græði vel á leikmanni sem kemur í gegnum unglingalið félagsins. „Hann kostaði okkur ekkert og það var einfaldlega ekki hægt að hafna þessu. Ég talaði við menn hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir staðfestu að hann yrði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hoffenheim er toppklúbbur og hann gat augljóslega ekki sagt nei heldur," segir blaðamaðurinn. Hann staðfesti einnig að Bolton, Fulham og Newcastle hefðu viljað kaupa Gylfa sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Reading fyrir stuttu. „Stuðningsmennirnir skilja Gylfa ekki allir, þeir segja að hann hafi ætlað að vera áfram. En það eru bara nokkrir hörundsárir, nánast allir samgleðjast honum. Hann er einkar geðþekkur strákur og öllum líkar vel við hann. Stuðningsmennirnir eru brjálaðir út í klúbbinn og segja að það skorti upp á metnað, en í sannleika sagt erum við nokkuð frá því að eiga möguleika á því að komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Smith. Stjórnarformaður Reading telur að það hafi verið rétt að gera þennan samning fyrir félagið. „Ég er annálaður stuðningsmaður félagsins og á meðan ég er stjórnarformaður geri ég hlutina á réttan hátt. Núna erum við komnir með fjármálin á réttan kjöl," sagði hann og óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Íslenski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki