Erlent

Segja bannið loka konur inni

Veifar vegabréfi Franskar konur klæddar Niqab, alklæðnaði með andlitsblæju sem hylur allt nema augun.
nordicphotos/AFP
Veifar vegabréfi Franskar konur klæddar Niqab, alklæðnaði með andlitsblæju sem hylur allt nema augun. nordicphotos/AFP

Slæðubannið, sem franska þingið fær brátt til meðferðar, mun breyta lífi nærri tvö þúsund kvenna þar í landi sem dags daglega ganga með slæðu fyrir andlitinu að íslömskum sið.

Franskir ráðamenn telja víst að bannið muni breyta lífi þessara kvenna til hins betra, en sumar kvennanna eru á öðru máli.

Þær spá því að áhrif laganna á líf kynsystra þeirra muni birtast í því að konur haldi sig að mestu innandyra. Sumar segjast ætla að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu ef þær verða handteknar vegna slæðuburðar. Nokkrar þessara kvenna ræddu við fréttamenn á þriðjudag, daginn áður en Michelle Alliot-Marie dómsmálaráðherra kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi.

“Verði lögin samþykkt, tek ég ekki niður slæðuna,“ sagði Najat, fráskilin kona. Najat, sem á franska móður og marokkóskan föður, segist hafa hulið andlit sitt slæðu undanfarin tíu ár, og þar sem hún sé einstæð móðir geti enginn haldið því fram að eiginmaður hennar eða aðrir karlar stjórni klæðaburði hennar.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×