Erlent

Óttast um öryggi almennra borgara

Frá höfuðborginni Port au Prince.
Frá höfuðborginni Port au Prince. Mynd/AP
Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá þessu að að fregnir hafi borist af gripdeildum og átökum meðal íbúa um mat. Nýjustu fregnir herma að um 200 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum. Hjálparstarfsmenn eru í kappi við tímann en enn er leitað í rústum húsa sem hrundu.

Bæði Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban-Ki Moon aðalritari sameinuðu þjóðanna eru væntanleg til landsins í dag. Sameinuðu þjóðirnar ætla að safna hálfum milljarði bandaríkjadala eða rúmum sextíu milljörðum króna fyrir hjálparstarfið í landinu. Bandaríkjamenn ætla að senda tíu þúsund hermenn til Haíti en þeim er ætlað að tryggja öryggi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×