Moggi: Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki Ómar Þorgeirsson skrifar 25. febrúar 2010 15:30 Luciano Moggi. Nordic photos/AFP Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira