Innlent

ÖBÍ vill álit siðanefndar á fréttinni um Freyju

Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að leita til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um hagi Freyju Dísar Númadóttur á dögunum. Í ályktun sem framkvæmdastjórn bandalagsins hefur samþykkt segir: „Öryrkjabandalag Íslands harmar þann villandi og fordómafulla fréttaflutning sem Stöð2 hefur stundað undanfarna daga." Því ætlar bandalagið að leita til siðanefndarinnar um hvort víta skuli fréttastofuna „fyrir slík vinnubrögð."
Tengdar fréttir

Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni

Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta.

Árétting frá TR varðandi afkomu öryrkja

Vegna umræðu að undanförnu um afkomu almennings, þar á meðal öryrkja, hefur Tryggingastofnun birt til skýringar á aðstæðum öryrkja töflur sem sýna lágmarksgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar.

Pétur Blöndal: Þetta er ekki Freyju að kenna

„Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur,“ segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.