Pétur Blöndal: Þetta er ekki Freyju að kenna 16. desember 2010 19:11 „Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur," segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um Freyju Dís Númadóttur sem er öryrki og einstæð móðir þriggja barna. Um mánaðarmótin fékk hún 420 þúsund króna innborgun frá Tryggingarstofnun en inni í þeirri upphæð eru meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna hennar. Freyja hefur engu að síður þurft að leita sér mataraðstoðar upp á síðkastið. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í mörg ár gagnrýnt almannatryggingakerfið hér á landi. Hann segist margoft hafa bent á galla í kerfinu og staða Freyju hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er að sjálfsögðu ekki viðkomandi einstaklingi að kenna. Þetta er kerfið sem er svo lagskipt." Pétur segir að í kerfinu sé bæði oftrygging en líka ákveðin vantrygging og nefnir dæmi um aðila sem að einhverjum ástæðum verða atvinnulausir. Hann segir oftrygginguna bera heilmikinn kostnað en hún gæti auðveldlega borgað upp vantrygginguna og því þyrftu breytingar ekki að kosta mikið. Pétur segir að líta þurfi á kerfið heildstætt. „Og búa til kerfi sem tryggir þá sem þarf að tryggja og sé ekki að gera það að verkum að þeir sem borga bæturnar, það er að segja vinnandi fólk sem með sköttum sínum borgar bæturnar, séu verr settir heldur en þeir sem fá bæturnar. Það má ekki gerast." Tengdar fréttir Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15. desember 2010 18:52 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
„Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur," segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um Freyju Dís Númadóttur sem er öryrki og einstæð móðir þriggja barna. Um mánaðarmótin fékk hún 420 þúsund króna innborgun frá Tryggingarstofnun en inni í þeirri upphæð eru meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna hennar. Freyja hefur engu að síður þurft að leita sér mataraðstoðar upp á síðkastið. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í mörg ár gagnrýnt almannatryggingakerfið hér á landi. Hann segist margoft hafa bent á galla í kerfinu og staða Freyju hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er að sjálfsögðu ekki viðkomandi einstaklingi að kenna. Þetta er kerfið sem er svo lagskipt." Pétur segir að í kerfinu sé bæði oftrygging en líka ákveðin vantrygging og nefnir dæmi um aðila sem að einhverjum ástæðum verða atvinnulausir. Hann segir oftrygginguna bera heilmikinn kostnað en hún gæti auðveldlega borgað upp vantrygginguna og því þyrftu breytingar ekki að kosta mikið. Pétur segir að líta þurfi á kerfið heildstætt. „Og búa til kerfi sem tryggir þá sem þarf að tryggja og sé ekki að gera það að verkum að þeir sem borga bæturnar, það er að segja vinnandi fólk sem með sköttum sínum borgar bæturnar, séu verr settir heldur en þeir sem fá bæturnar. Það má ekki gerast."
Tengdar fréttir Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15. desember 2010 18:52 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15. desember 2010 18:52