Enski boltinn

Kuyt vill fara frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður Hollendingsins Dirk Kuyt segir að leikmaðurinn vilji fylgja Rafa Benitez til Inter á Ítalíu.

Liverpool hefur gefið það skýrt út að Kuyt sé ekki til sölu en Inter hefur þrátt fyrir það ekki gefið upp alla von um að fá Hollendinginn.

"Félögin eru enn að tala saman en þetta gengur allt mjög hægt fyrir sig," sagði umbinn Rob Jansen.

"Skjólstæðingur minn hefur tjáð Liverpool að hann vilji fara frá félaginu."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.