Í dag þarf endurreisn Ólafs að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 08:15 Ólafur Jóhannesson. Fréttablaðið/Anton Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4 Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira