Erlent

Harry Potter ógnar uglustofni í Indlandi

Óli Tynes skrifar
Harry og Hedwig.
Harry og Hedwig.

Umhverfisráðherra Indlands hefur varað við því að bækurnar og kvikmyndirnar um galdrastrákinn Harry Potter ógni snæuglustofni landsins. Snæuglan Hedwig hefur fylgt Harry frá upphafi og leikið misstórt hlutverk í sögunum um hann. Milljónir indverskra barna elska Harry Potter og vilja óð og uppvæg fá snæuglu sem gæludýr. Þeta hefur leitt til mikillar ofveiði sem nú ógnar stofninum.

Jairam Ramesh umhverfisráðherra segir að miðstéttarfjölskyldur í landinu séu haldnar mikilli uglu áráttu. Náttúruverndarsamtökin Traffic taka undir orð ráðherrans. Í nýrri skýrslu þeirra segir að uglur séu fangaðar í miklum mæli og seldar sem gæludýr.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.