Íslenski boltinn

Valskonur komnar með sex stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Logadóttir fagnar marki sínu í kvöld.
Rakel Logadóttir fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Valli
Kvennalið Vals steig stórt skref í átta að fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í kvöld. Þór/KA gat með sigri minnkað forskot Vals niður í eitt stig en í staðinn eru Valskonur komnar með sex stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu.

Rakel Logadóttir var fjarri góðu gamni þegar Valsliðið steinlá á móti Fylki í síðustu umferð en var mætt aftur í slaginn í kvöld. Rakel skoraði fyrsta mark Valsliðsins og kom þeim á bragðið í leiknum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hlíðarenda og myndaði Valsstelpur í stuði en þær hafa unnið alla Íslandsmeistaratitla frá og með árinu 2006.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×