Enski boltinn

Gerrard sleppur við refsingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gerrard fer ekki í bann.
Gerrard fer ekki í bann.

Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að Steven Gerrard sleppi við refsingu vegna atviksins með Michael Brown í gær. Gerrard sló þá olnboganum að Brown í leik Liverpool og Portsmouth.

Dómarinn Stuart Attwell dæmdi aukaspyrnu á Gerrard en ákvað að spjalda hann ekki.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Gerrard sleppur við frekari refsingu þrátt fyrir að vafasöm hegðun hafi náðst á myndbandsupptöku.

Smelltu hér til að sjá atvikið


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.