Jose Mourinho hefur ráðið Manchester City frá því að kaupa sóknarmanninn Mario Balotelli frá Inter á Ítalíu.
City hefur boðið Inter 20 milljónir punda fyrir kappann og er talið líklegt að Balotelli verður kominn til Englands áður en tímabilið hefst í næsta mánuði.
Balotelli lék undir stjórn Mourinho hjá Inter en þeir félagar hafa eldað grátt silfur saman undanfarið og leikmanninum hefur oft lent upp á kant við stuðningsmenn Inter.
„Drengurinn býr yfir ótrúlegum hæfileikum en stundum veit hann ekki hvernig hann á að nota heilann sinn."
„Til dæmis þegar við spiluðum gegn Barcelona á heimavelli í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá vildi hann ekki spila. Ég henti honum inn á og hann hreyfði sig ekki neitt og hjálpaði ekkert til í vörninni," sagði Mourinho.