Erlent

Það getur enginn verið SVONA óheppinn

Óli Tynes skrifar

Lögregla í bænum Irvine í Kaliforníu hefur farið framá að maður nokkur þar í bæ verði sendur í geðrannsókn. Maðurinn er sagður 57 ára gamall en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Ástæðan fyrir rannsókninni er sú að maðurinn hefur tvisvar orðið fyrir sömu lestinni á hálfum mánuði.

Fyrir tveim vikum missti hann aðra hendina um úlnlið þegar lestin dró hann þrjátíu metra eftir teinunum. Hann sagði lögreglunni þá að hann hefði dottið af brautarpallinum niður á teinana.

Á þriðjudagsmorgun varð hann aftur fyrir sömu lest. Hann var talsvert krambúleraður þegar hann var hirtur upp af teinunum og sagðist aftur hafa dottið af brautarpallinum.

Lögreglumenn töldu að engin gæti verið SVONA óheppinn og ákváðu að leita til læknis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×