Enski boltinn

Launakröfur Balotelli tefja söluna til City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Umboðsmaður Mario Balotelli segir að vistaskipti hans frá Inter Milan til Manchester City verði kláruð.

Töf hefur orðið á sölunni að því er talið vegna launakrafa leikmannsins.

Kaupverðið á framherjanum er um 25 milljónir punda sem fara væntanlega í að kaupa Javier Mascherano frá Liverpool.

Hinn 19 ára gamli Balotelli vill ólmur fara til City og líklega verður hann orðinn leikmaður félagsins í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×