Erlent

Laura Bush kynnir ævisögu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjónin George Bush og Laura Bush eru ekki sammála um allt. Mynd/ AFP.
Hjónin George Bush og Laura Bush eru ekki sammála um allt. Mynd/ AFP.
Ólíkt eiginmanni sínum segist Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, vera hlynnt hjónabandi samkynhneigðra og frelsi kvenna til að gangast undir fóstureyðingar.

Laura Bush er um þessar mundir að kynna nýja ævisögu sína. Í viðtali við spjallþáttastjórnandann Larry King, á CNN fréttastöðinni, sagðist hún vera jákvæð gagnvart því að fólk af sama kyni hefði heimild til þess að giftast. Hún hefði varað eiginmann sinn, George Bush yngri, við því að gera málið að kosningamáli í aðdraganda kosninganna 2004.

Laura segir þó að þau hjónin rífist ekki um þessi málefni heldur séu þau sammála um að vera ósammála um þau.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×