Staðfest er að Cesare Prandelli verður næsti þjálfari Ítalíu en Marcello Lippi hættir eftir HM í Suður Afríku í sumar.
Prandelli er 52 ára og mun skrifa undir fjögurra ára samning við ítalska knattspyrnusambandið.
Hann hefur þjálfað Fiorentina síðan 2005 með góðum árangri en áður stýrði hann Parma og Roma.

