Undanþága Jóns á við tvær góðar kýr utan kvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2010 18:43 Samkeppniseftirlitið er harðort í umsögn sinni á mjólkurfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, eins og fréttastofa hefur fjallað um. Eftirlitið telur að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð. Þó sér eftirlitið ástæðu í lok umsagnar sinnar nefna jákvæðan flöt í frumvarpinu er snýr að undanþágu til handa þeim sem framleiða mjólkurafurðir beint frá býli. Með frumvarpinu er lagt til að það megi markaðsfæra tíu þúsund lítra til heimavinnslu, það var óheimilt áður. Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd lagði síðan til að þessi lítrafjöldi yrði hækkaður í fimmtán þúsund lítra. Fréttastofa kannaði hjá Bændasamtökunum hversu mikið þetta væri í framleiðslu. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautagriparæktarráðunautur samtakanna, segir að meðalkýrin mjólki fimm þúsund og þrjú hundruð lítra af mjólk á ári. Góð mjólkurkýr framleiði sjö til níu þúsund, en í þessu samhengi má benda á að samkvæmt tölfræði samtakanna er skilaði afurðahæsta mjólkurkýrin á þessu ári hvorki fleiri né færri en 16 þúsund lítrum. Það má því segja, miðað við þessar tölur, að frumvarp Jóns Bjarnasonar, geri ráð fyrir undanþágu sem nái til tveggja góðra mjókurkúa. Undanþágan tekur aðeins til heimaframleiðslu, þannig að hún nær aðeins til þeirra sem framleiða beint frá býlum. Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær eftir ríkisstjórnarfund um undanþáguna: „Í frumvarpinu er verið að auka samkeppni um leið með því að heimila bændum að markaðssetja beint frá býli allt að tíu þúsund lítrum af umframframleiðslu, en það er þó samkeppni sem kemur neðan frá, beint frá býlunum." Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum eru aðeins þrír bændur sem vitað er um að stundi heimaframleiðslu á ís, en auk þeirra framleiða nokkrir osta, en vaxandi áhugi er þó á þessu, samkvæmt upplýsingum þaðan. Tengdar fréttir Ungir bændur ánægðir með Jón Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram um breytingar á búvörulögum og telur stjórn Samtaka ungra bænda að fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum verði til þess fallnar að styrkja grundvöll mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins. 11. ágúst 2010 18:00 Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. 9. ágúst 2010 12:26 Vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda Neytendasamtökin fullyrða að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra vinni gegn hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið samþykkt verður einokun fest í sessi að mati samtakanna og því vilja þau að frumvarpið verði fellt á Alþingi. 10. ágúst 2010 14:43 Sjálfstæðismenn styðja mjólkurfrumvarp Annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd segist standa við stuðning sinn við mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en hinn segir gagnrýni á frumvarpið sem fram hefur komið ekki eiga rétt á sér. Báðir eru þeir þó sammála um að landbúnaðarnefnd þurfi að fara yfir málið í ljósi gagnrýninnar og útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum. 10. ágúst 2010 12:16 Á móti mjólkurfrumvarpi Jóns Frjálshyggjufélagið legst eindregið gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að refsa beri afurðastöðvum, sem kaupa mjólk, sem er farmleidd er án ríkisstyrkja. Í ályktun félagsins segir enn fremur að hér sé á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu og til þess ætluð að vernda einokun og fákeppni gamla tímans. 11. ágúst 2010 11:33 Einokun fest í sessi Með mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra verður einokun fest í sessi þar sem nær útilokað verður fyrir nýja aðila að hefja starfsemi með úrvinnslu á mjólkurafurðum. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin gera alvarlegar gera athugasemdir í umsögn við frumvarpið. 9. ágúst 2010 13:24 Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. 10. ágúst 2010 18:45 Ýtir undir nýsköpun og skerpir núgildandi lög Formaður Bændasamtakanna fagnar nýju mjólkurfrumvarpi. Hann segir að mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. Nú sé verið að skerpa á löggjöfinni hvernig taka eigi á þeim sem brjóta lögin. 11. ágúst 2010 12:38 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið er harðort í umsögn sinni á mjólkurfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, eins og fréttastofa hefur fjallað um. Eftirlitið telur að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð. Þó sér eftirlitið ástæðu í lok umsagnar sinnar nefna jákvæðan flöt í frumvarpinu er snýr að undanþágu til handa þeim sem framleiða mjólkurafurðir beint frá býli. Með frumvarpinu er lagt til að það megi markaðsfæra tíu þúsund lítra til heimavinnslu, það var óheimilt áður. Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd lagði síðan til að þessi lítrafjöldi yrði hækkaður í fimmtán þúsund lítra. Fréttastofa kannaði hjá Bændasamtökunum hversu mikið þetta væri í framleiðslu. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautagriparæktarráðunautur samtakanna, segir að meðalkýrin mjólki fimm þúsund og þrjú hundruð lítra af mjólk á ári. Góð mjólkurkýr framleiði sjö til níu þúsund, en í þessu samhengi má benda á að samkvæmt tölfræði samtakanna er skilaði afurðahæsta mjólkurkýrin á þessu ári hvorki fleiri né færri en 16 þúsund lítrum. Það má því segja, miðað við þessar tölur, að frumvarp Jóns Bjarnasonar, geri ráð fyrir undanþágu sem nái til tveggja góðra mjókurkúa. Undanþágan tekur aðeins til heimaframleiðslu, þannig að hún nær aðeins til þeirra sem framleiða beint frá býlum. Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær eftir ríkisstjórnarfund um undanþáguna: „Í frumvarpinu er verið að auka samkeppni um leið með því að heimila bændum að markaðssetja beint frá býli allt að tíu þúsund lítrum af umframframleiðslu, en það er þó samkeppni sem kemur neðan frá, beint frá býlunum." Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum eru aðeins þrír bændur sem vitað er um að stundi heimaframleiðslu á ís, en auk þeirra framleiða nokkrir osta, en vaxandi áhugi er þó á þessu, samkvæmt upplýsingum þaðan.
Tengdar fréttir Ungir bændur ánægðir með Jón Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram um breytingar á búvörulögum og telur stjórn Samtaka ungra bænda að fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum verði til þess fallnar að styrkja grundvöll mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins. 11. ágúst 2010 18:00 Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. 9. ágúst 2010 12:26 Vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda Neytendasamtökin fullyrða að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra vinni gegn hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið samþykkt verður einokun fest í sessi að mati samtakanna og því vilja þau að frumvarpið verði fellt á Alþingi. 10. ágúst 2010 14:43 Sjálfstæðismenn styðja mjólkurfrumvarp Annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd segist standa við stuðning sinn við mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en hinn segir gagnrýni á frumvarpið sem fram hefur komið ekki eiga rétt á sér. Báðir eru þeir þó sammála um að landbúnaðarnefnd þurfi að fara yfir málið í ljósi gagnrýninnar og útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum. 10. ágúst 2010 12:16 Á móti mjólkurfrumvarpi Jóns Frjálshyggjufélagið legst eindregið gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að refsa beri afurðastöðvum, sem kaupa mjólk, sem er farmleidd er án ríkisstyrkja. Í ályktun félagsins segir enn fremur að hér sé á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu og til þess ætluð að vernda einokun og fákeppni gamla tímans. 11. ágúst 2010 11:33 Einokun fest í sessi Með mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra verður einokun fest í sessi þar sem nær útilokað verður fyrir nýja aðila að hefja starfsemi með úrvinnslu á mjólkurafurðum. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin gera alvarlegar gera athugasemdir í umsögn við frumvarpið. 9. ágúst 2010 13:24 Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. 10. ágúst 2010 18:45 Ýtir undir nýsköpun og skerpir núgildandi lög Formaður Bændasamtakanna fagnar nýju mjólkurfrumvarpi. Hann segir að mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. Nú sé verið að skerpa á löggjöfinni hvernig taka eigi á þeim sem brjóta lögin. 11. ágúst 2010 12:38 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Ungir bændur ánægðir með Jón Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram um breytingar á búvörulögum og telur stjórn Samtaka ungra bænda að fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum verði til þess fallnar að styrkja grundvöll mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins. 11. ágúst 2010 18:00
Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. 9. ágúst 2010 12:26
Vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda Neytendasamtökin fullyrða að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra vinni gegn hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið samþykkt verður einokun fest í sessi að mati samtakanna og því vilja þau að frumvarpið verði fellt á Alþingi. 10. ágúst 2010 14:43
Sjálfstæðismenn styðja mjólkurfrumvarp Annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd segist standa við stuðning sinn við mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en hinn segir gagnrýni á frumvarpið sem fram hefur komið ekki eiga rétt á sér. Báðir eru þeir þó sammála um að landbúnaðarnefnd þurfi að fara yfir málið í ljósi gagnrýninnar og útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum. 10. ágúst 2010 12:16
Á móti mjólkurfrumvarpi Jóns Frjálshyggjufélagið legst eindregið gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að refsa beri afurðastöðvum, sem kaupa mjólk, sem er farmleidd er án ríkisstyrkja. Í ályktun félagsins segir enn fremur að hér sé á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu og til þess ætluð að vernda einokun og fákeppni gamla tímans. 11. ágúst 2010 11:33
Einokun fest í sessi Með mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra verður einokun fest í sessi þar sem nær útilokað verður fyrir nýja aðila að hefja starfsemi með úrvinnslu á mjólkurafurðum. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin gera alvarlegar gera athugasemdir í umsögn við frumvarpið. 9. ágúst 2010 13:24
Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. 10. ágúst 2010 18:45
Ýtir undir nýsköpun og skerpir núgildandi lög Formaður Bændasamtakanna fagnar nýju mjólkurfrumvarpi. Hann segir að mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. Nú sé verið að skerpa á löggjöfinni hvernig taka eigi á þeim sem brjóta lögin. 11. ágúst 2010 12:38