Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2010 18:45 Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. Bæði Samkeppniseftirlitið og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt Mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harkalega og segja það afturhvarf frá frjálsri samkeppni, en mjólkursamlögum sem taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu innalands verður refsað með sektum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, þess sem kallað er cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð í sessi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að málið sé ekki svo einfalt og að á það þurfi að horfa í stærra samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti. Þetta tengist stöðu bændanna almennt, þetta tengist stöðu þeirra kúabænda sem margir eru núna mjög skuldsettir og hafa m.a skuldsett sig til að tryggja sér framleiðsluréttindi innan búvörusamningsins í mjólk og menn hafa áhyggjur af því að ef það er ekki lengur stjórn á hlutunum þá grafi það undan stöðugleika í kerfinu. Og verði á endanum á kostnað neytenda í formi hærra vöruverðs í kjölfar einhverra undirboða og gjaldþrota sem við þekkjum því miður af biturri reynslu. Ekki síst í kjötframleiðslunni," segir Steingrímur. Gylfi Magnússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins í 5 ár. „Mínar skoðanir á þessum málum eru nú ekkert fjarri því sem Samkeppniseftirlitið er að halda fram núna," segir Gylfi. Gylfi segir þó a.m.k einn jákvæðan flöt á frumvarpinu, en það er sérstök undanþága sem lýtur að heimaframleiðslu og sölu afurða beint frá býli, en þar er mjólkurframleiðanda heimilt selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, þ.e utan kvótakerfisins. Þessi hluti frumvarpsins gengur bara allt of skammt að mati Gylfa. „Ég held bara að tíu þúsund lítrar sé allt of lítið, ef þetta hefði verið rýmra þá hefði það skipt máli. Ef við skoðum hvað tíu þúsund lítrar eru á ári í krónum þá sjáum við að þetta eru ekki háar fjárhæðir þótt það muni kannski miklu um þær í litlum rekstri," segir Gylfi. Hann segist deila áhyggjum Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. Bæði Samkeppniseftirlitið og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt Mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harkalega og segja það afturhvarf frá frjálsri samkeppni, en mjólkursamlögum sem taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu innalands verður refsað með sektum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, þess sem kallað er cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð í sessi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að málið sé ekki svo einfalt og að á það þurfi að horfa í stærra samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti. Þetta tengist stöðu bændanna almennt, þetta tengist stöðu þeirra kúabænda sem margir eru núna mjög skuldsettir og hafa m.a skuldsett sig til að tryggja sér framleiðsluréttindi innan búvörusamningsins í mjólk og menn hafa áhyggjur af því að ef það er ekki lengur stjórn á hlutunum þá grafi það undan stöðugleika í kerfinu. Og verði á endanum á kostnað neytenda í formi hærra vöruverðs í kjölfar einhverra undirboða og gjaldþrota sem við þekkjum því miður af biturri reynslu. Ekki síst í kjötframleiðslunni," segir Steingrímur. Gylfi Magnússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins í 5 ár. „Mínar skoðanir á þessum málum eru nú ekkert fjarri því sem Samkeppniseftirlitið er að halda fram núna," segir Gylfi. Gylfi segir þó a.m.k einn jákvæðan flöt á frumvarpinu, en það er sérstök undanþága sem lýtur að heimaframleiðslu og sölu afurða beint frá býli, en þar er mjólkurframleiðanda heimilt selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, þ.e utan kvótakerfisins. Þessi hluti frumvarpsins gengur bara allt of skammt að mati Gylfa. „Ég held bara að tíu þúsund lítrar sé allt of lítið, ef þetta hefði verið rýmra þá hefði það skipt máli. Ef við skoðum hvað tíu þúsund lítrar eru á ári í krónum þá sjáum við að þetta eru ekki háar fjárhæðir þótt það muni kannski miklu um þær í litlum rekstri," segir Gylfi. Hann segist deila áhyggjum Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Sjá meira