Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins 9. ágúst 2010 12:26 Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Mynd/Stefán Karlsson Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp landbúnaðarráðherra, en samkvæmt frumvarpinu verða lagðar fjársektir á mjólkursamlög fyrir að taka við mjólk frá framleiðanda sem ekki hefur svokallað greiðslumark, eins konar framleiðslukvóta. Eftirlitið segir frumvarpið takmarka samkeppni á mjólkurmarkaði og festa þannig enn frekar í sessi samkeppnishömlur, neytendum og bændum til tjóns. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins. „Þetta eru ekki ný viðbrögð frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisstofnunum. Eftir að samkeppnisyfirvöld á sínum tíma leyfðu samruna Hagkaupa, Bónusbúðanna og klukkubúðanna hefur engin samkeppni verið á matvörumarkaði þannig að þetta er þekkt umræða," segir Sigurður Ingi. „Blandað hagkerfi er það sem hentar okkur Íslendingum og flestum vestrænum þjóðum best. Óheft markaðshyggja og samkeppni hefur ekki farið sérstaklega vel með Vesturlönd á síðastliðnum 10-15 ár. Það er ekkert nýtt að það skuli vera einhverjar reglur á markaði til að fara eftir." Spurður hvort eðlilegt sé að það liggi fjársektir við framleiðslu án ríkisstyrkja segir Sigurður: „Já. Í þessu tilfelli snýst þetta ekki fyrst og fremst um samkeppni heldur um það að einhver sektarákvæði gildi um þá sem brjóta samninga við ríkið. Menn hafa verið að blanda samkeppnissjónarmiðum inn í umræðuna en það hefur ekkert með það að gera." Sigurður segir það geti vel verið að frumvarpið sé samkeppnishamlandi. Þá segist Sigurður telja að tillit verði tekið til allra athugasemda í starfi landbúnaðarnefndar, en segist munu styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira
Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp landbúnaðarráðherra, en samkvæmt frumvarpinu verða lagðar fjársektir á mjólkursamlög fyrir að taka við mjólk frá framleiðanda sem ekki hefur svokallað greiðslumark, eins konar framleiðslukvóta. Eftirlitið segir frumvarpið takmarka samkeppni á mjólkurmarkaði og festa þannig enn frekar í sessi samkeppnishömlur, neytendum og bændum til tjóns. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins. „Þetta eru ekki ný viðbrögð frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisstofnunum. Eftir að samkeppnisyfirvöld á sínum tíma leyfðu samruna Hagkaupa, Bónusbúðanna og klukkubúðanna hefur engin samkeppni verið á matvörumarkaði þannig að þetta er þekkt umræða," segir Sigurður Ingi. „Blandað hagkerfi er það sem hentar okkur Íslendingum og flestum vestrænum þjóðum best. Óheft markaðshyggja og samkeppni hefur ekki farið sérstaklega vel með Vesturlönd á síðastliðnum 10-15 ár. Það er ekkert nýtt að það skuli vera einhverjar reglur á markaði til að fara eftir." Spurður hvort eðlilegt sé að það liggi fjársektir við framleiðslu án ríkisstyrkja segir Sigurður: „Já. Í þessu tilfelli snýst þetta ekki fyrst og fremst um samkeppni heldur um það að einhver sektarákvæði gildi um þá sem brjóta samninga við ríkið. Menn hafa verið að blanda samkeppnissjónarmiðum inn í umræðuna en það hefur ekkert með það að gera." Sigurður segir það geti vel verið að frumvarpið sé samkeppnishamlandi. Þá segist Sigurður telja að tillit verði tekið til allra athugasemda í starfi landbúnaðarnefndar, en segist munu styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira