Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins 9. ágúst 2010 12:26 Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Mynd/Stefán Karlsson Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp landbúnaðarráðherra, en samkvæmt frumvarpinu verða lagðar fjársektir á mjólkursamlög fyrir að taka við mjólk frá framleiðanda sem ekki hefur svokallað greiðslumark, eins konar framleiðslukvóta. Eftirlitið segir frumvarpið takmarka samkeppni á mjólkurmarkaði og festa þannig enn frekar í sessi samkeppnishömlur, neytendum og bændum til tjóns. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins. „Þetta eru ekki ný viðbrögð frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisstofnunum. Eftir að samkeppnisyfirvöld á sínum tíma leyfðu samruna Hagkaupa, Bónusbúðanna og klukkubúðanna hefur engin samkeppni verið á matvörumarkaði þannig að þetta er þekkt umræða," segir Sigurður Ingi. „Blandað hagkerfi er það sem hentar okkur Íslendingum og flestum vestrænum þjóðum best. Óheft markaðshyggja og samkeppni hefur ekki farið sérstaklega vel með Vesturlönd á síðastliðnum 10-15 ár. Það er ekkert nýtt að það skuli vera einhverjar reglur á markaði til að fara eftir." Spurður hvort eðlilegt sé að það liggi fjársektir við framleiðslu án ríkisstyrkja segir Sigurður: „Já. Í þessu tilfelli snýst þetta ekki fyrst og fremst um samkeppni heldur um það að einhver sektarákvæði gildi um þá sem brjóta samninga við ríkið. Menn hafa verið að blanda samkeppnissjónarmiðum inn í umræðuna en það hefur ekkert með það að gera." Sigurður segir það geti vel verið að frumvarpið sé samkeppnishamlandi. Þá segist Sigurður telja að tillit verði tekið til allra athugasemda í starfi landbúnaðarnefndar, en segist munu styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp landbúnaðarráðherra, en samkvæmt frumvarpinu verða lagðar fjársektir á mjólkursamlög fyrir að taka við mjólk frá framleiðanda sem ekki hefur svokallað greiðslumark, eins konar framleiðslukvóta. Eftirlitið segir frumvarpið takmarka samkeppni á mjólkurmarkaði og festa þannig enn frekar í sessi samkeppnishömlur, neytendum og bændum til tjóns. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins. „Þetta eru ekki ný viðbrögð frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisstofnunum. Eftir að samkeppnisyfirvöld á sínum tíma leyfðu samruna Hagkaupa, Bónusbúðanna og klukkubúðanna hefur engin samkeppni verið á matvörumarkaði þannig að þetta er þekkt umræða," segir Sigurður Ingi. „Blandað hagkerfi er það sem hentar okkur Íslendingum og flestum vestrænum þjóðum best. Óheft markaðshyggja og samkeppni hefur ekki farið sérstaklega vel með Vesturlönd á síðastliðnum 10-15 ár. Það er ekkert nýtt að það skuli vera einhverjar reglur á markaði til að fara eftir." Spurður hvort eðlilegt sé að það liggi fjársektir við framleiðslu án ríkisstyrkja segir Sigurður: „Já. Í þessu tilfelli snýst þetta ekki fyrst og fremst um samkeppni heldur um það að einhver sektarákvæði gildi um þá sem brjóta samninga við ríkið. Menn hafa verið að blanda samkeppnissjónarmiðum inn í umræðuna en það hefur ekkert með það að gera." Sigurður segir það geti vel verið að frumvarpið sé samkeppnishamlandi. Þá segist Sigurður telja að tillit verði tekið til allra athugasemda í starfi landbúnaðarnefndar, en segist munu styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira