Keflvíkingar leika sinn síðasta leik í undariðli Evrópumótsins í Futsal í dag. Feðgarnir Zoran Daníel Ljubicic og Bojan Stefán Ljubicic hafa spilað vel með Keflvíkingum á mótinu.
Keflvíkingar unnu fyrsta leik íslensks félagsliðs í Futsal á laugardaginn en þeir þurfa að vinna hollenska liðið Club Futsal Eindhoven til að eiga möguleika á að komast áfram.
Keflvíkingar leika með blöndu af yngri og eldri leikmönnum liðsins og segir á heimasíðu Keflvíkinga að það sé táknrænt að feðgar leiki þar saman.
Zoran lék með Keflavík fyrir nokkrum árum og var meðal annars fyrirliði liðsins sem varð bikarmeistari árið 2004. Hann er nú yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur.
Bojan spilar með meistaraflokki Keflavíkur sem og yngri flokkunum en hann er 18 ára gamall.
Leikur Keflvíkinga að Ásvöllum í dag hefst klukkan 17.30.
Feðgarnir Zoran og Bojan í eldlínunni með Keflvíkingum í dag
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti


Fleiri fréttir
