Íslenski boltinn

Atli Viðar Björnsson eini nýliðinn í Slóvakíuhópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Viðar Björnsson hefur skorað 9 mörk fyrir FH í Pepsi-deildinni.
Atli Viðar Björnsson hefur skorað 9 mörk fyrir FH í Pepsi-deildinni. Mynd/Daníel

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið FH-inginn Atla Viðar Björnsson í hóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli miðvikudaginn 12. ágúst. Atli Viðar er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni.

Atli Viðar Björnsson hefur leikið mjög vel með toppliði FH í Pepsi-deild karla í sumar og er sem stendur markahæsti maður deildarinnar ásamt Stjörnumanninum Arnari Má Björgvinssyni. Það vekur þó athygli að hann er valinn í landsliðshópinn sem miðjumaður en ekki sem framherji samkvæmt lista frá Knattspyrnusambandinu.

Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson eru báðir í hópnum en þeir voru ekki með í síðasta leik á móti Makedóníu vegna meiðsla.

Hópurinn á móti Slóvakíu

Markverðir:

Árni Gautur Arason, Odd Grenland  (66 leikir)

Gunnleifur Gunnleifsson, HK  (10 leikir)

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth (85 leikir)

Indriði Sigurðsson, Lyn (45 leikir)

Kristján Örn Sigurðsson, Brann  (38 leikir)

Grétar Rafn Steinsson, Bolton  (33 leikir)

Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg (11 leikir)

Sölvi Geir Ottesen, Sönderyske  (5 leikir)

Miðjumenn:

Brynjar Björn Gunnarsson, Reading (70 leikir)

Stefán Gíslason, Bröndby (29 leikir)

Emil Hallfreðsson, Reggina (23 leikir)

Aron Einar Gunnarsson, Coventry (12 leikir)

Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg (6 leikir)

Atli Viðar Björnsson, FH (Nýliði)

Framherjar:

Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona (58 leikir)

Heiðar Helguson, QPR (43 leikir)

Arnór Smárason, Heerenveen  (7 leikir)

Garðar Jóhannsson, Fredrikstad (1 leikur)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×