Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl 25. ágúst 2009 21:53 Árni Johnsen hlustaði af athygli á sérstæðan málflutning Sigmundar. „Ég fann ekkert athugavert við hann," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. Framkoma Sigmundar hefur vakið athygli víða. Meðal annars gengur myndband manna á milli undir heitinu: Fjör á Ölþingi. Í myndbandinu er klippt saman eldræða Sigmundar um Icesave málið og svo andsvör hans gagnvart þingmönnum. Í einu svarinu ávarpar hann meira að það segja Árna Johnsen í þingsal. Framkoma Sigmundar þótti svo undarleg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona og samflokkskona Árna, hyggst taka málið upp í forsætisnefnd. Sjálf er hún fyrsti varaforseti Alþingis. Árni segist ekki hafa neitt út á hegðun Sigmundar Ernis að setja. „Hann hefur ákveðin stíl og lagði greinilega mikla vinnu í þessa ræðu," segir Árni um Sigmund þetta undarlega kvöld. Í viðtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði Sigmundur Ernir að það hefði verið galsi í þingmönnum seint um kvöldið. Nú er spurning sú hvort galsinn hafi í raun verið áfengisneysla. Hann neitaði því þó alfarið samkvæmt fréttastofu RÚV en fréttaritari þeirra á Norðurlandi spurði hann í dag hvort hann hefði neytt áfengis þetta kvöld. „Þetta er of langt gengið," segir Árni um viðbrögð Ragnheiðar en sjálfur er hann staddur í Færeyjum á fundum. Hann hafði ekki séð fréttina en heyrði af henni. Honum þykir viðbrögð Ragnheiðar harkaleg. „Það er ekkert hægt að kvarta undan Sigmundi Erni að mínu mati," segir Árni sem sjálfur ræddi við þingmanninn þetta sama kvöld og segir Sigmund ekki sekann um annað en dramatískan flutning á metnaðarfullri ræðu sinni. Ekkert hefur náðst í Sigmund þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Vísis. Þá hefur ekki heldur náðst í formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, en heimildir fréttastofu herma að hann hafi rætt málið sérstaklega við Sigmund. Tengdar fréttir Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
„Ég fann ekkert athugavert við hann," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. Framkoma Sigmundar hefur vakið athygli víða. Meðal annars gengur myndband manna á milli undir heitinu: Fjör á Ölþingi. Í myndbandinu er klippt saman eldræða Sigmundar um Icesave málið og svo andsvör hans gagnvart þingmönnum. Í einu svarinu ávarpar hann meira að það segja Árna Johnsen í þingsal. Framkoma Sigmundar þótti svo undarleg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona og samflokkskona Árna, hyggst taka málið upp í forsætisnefnd. Sjálf er hún fyrsti varaforseti Alþingis. Árni segist ekki hafa neitt út á hegðun Sigmundar Ernis að setja. „Hann hefur ákveðin stíl og lagði greinilega mikla vinnu í þessa ræðu," segir Árni um Sigmund þetta undarlega kvöld. Í viðtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði Sigmundur Ernir að það hefði verið galsi í þingmönnum seint um kvöldið. Nú er spurning sú hvort galsinn hafi í raun verið áfengisneysla. Hann neitaði því þó alfarið samkvæmt fréttastofu RÚV en fréttaritari þeirra á Norðurlandi spurði hann í dag hvort hann hefði neytt áfengis þetta kvöld. „Þetta er of langt gengið," segir Árni um viðbrögð Ragnheiðar en sjálfur er hann staddur í Færeyjum á fundum. Hann hafði ekki séð fréttina en heyrði af henni. Honum þykir viðbrögð Ragnheiðar harkaleg. „Það er ekkert hægt að kvarta undan Sigmundi Erni að mínu mati," segir Árni sem sjálfur ræddi við þingmanninn þetta sama kvöld og segir Sigmund ekki sekann um annað en dramatískan flutning á metnaðarfullri ræðu sinni. Ekkert hefur náðst í Sigmund þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Vísis. Þá hefur ekki heldur náðst í formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, en heimildir fréttastofu herma að hann hafi rætt málið sérstaklega við Sigmund.
Tengdar fréttir Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38