Erlent

Hafist handa án Karadzic

Radovan Karadzic
Radovan Karadzic

Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, hófust í gær þrátt fyrir fjarveru sakborningsins. Karadzic lét ekki sjá sig í réttarsalnum annan daginn í röð. Hann hyggst verja sig sjálfur og segist þurfa marga mánuði til viðbótar til að undirbúa sig.

Dómari sagði að Karadzic hefði ákveðið að nýta sér rétt sinn til að vera fjarstaddur og þyrfti að taka afleiðingunum af því. Í kjölfarið fluttu sækjendur opnunar­ávörp sín. Karadzic á lífstíðardóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Bosníustríðinu 1992 til 1995. - sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×