Erlent

Elísa­bet Fritzl var í dóm­salnum

Fritzl hitti dóttur sína fyrir í dómssal. Mynd/ AFP.
Fritzl hitti dóttur sína fyrir í dómssal. Mynd/ AFP.

Helsta ástæða þess að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl lýsti sig að fullu sekan í gær af ákærum um nauðgun, sifjaspell og morð var sú að dóttir hans Elísabet var í dómssalnum.

Þetta upplýsti Rudolf Mayer, lögmaður Fritzl, í morgun. Ekki var greint frá því í gær að hún hefði verið í dómssal meðan upptaka af vitnisburði hennar var sýnd. Elísabet var fangelsuð í kjallara föður síns í nær aldarfjórðung þar sem hann nauðgaði henni oftsinnis. Hún ól honum sjö börn.

Saksóknari krefst lífstíðardóms yfir hinum sjötíu og þriggja ára gamla Fritzl. Búist er við dómi í málinu í dag eða á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×