Erlent

Fritzl dæmdur til ævi­langrar vistunar á geð­deild

Josef Fritzl, Austurríkismaðurinn sem hélt dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átti með henni sjö börn, var í dag fundinn sekur um öll ákæruatriði, þar á meðal morð af völdum vanrækslu þegar eitt barna hans lést. Hann mun enda ævina á geðsjúkrahúsi.

Dómurinn var kveðinn upp rétt fyrir klukkan hálftvö í dag. Ákært var fyrir nauðgun, sifjaspell, morð og þrælahald og fleira.

Hann neitaði upphaflega tveimur af ákærunum, þar af ákæru um að hafa myrt eitt barnanna skömmu eftir fæðingu þess. Þegar dómarinn spurði hann hvers vegna hann breytti vitnisburði sínum svaraði Fritzl að myndskeið af vitnisburði dóttur hans hafi orðið til þess. Hann baðst svo afsökunar á framferði sínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×