Erlent

Allt mömmu að kenna

Óli Tynes skrifar
Jósef Fritzl.
Jósef Fritzl.

Verjandi Jósefs Fritzels segir að það sé mömmu hans að kenna að hann lokaði dóttur sína inni og nauðgaði henni í tuttugu og fjögur ár.

Jósef Fritzel hefur gengist við öllum ákærunum sem á hann voru bornar vegna meðferðar hans á dótturinni Elísabet.Framan af neitaði hann ákæru um að hafa orðið að bana einu af sjö börnunum sem hann gat með Elísabet. Eftir að hafa hlustað á framburð hennar á myndbandi játaði hann einnig á sig þann verknað.

Lögfræðingur Fritzels Rudolf Mayer telur að megi rekja hegðan skjólstæðings síns til æskuára hans og ráðríkrar móður sem hafi verið valdamikill í lífi hans.

Jósef Fritzel var á sínum tíma úrskurðaður sakhæfur. Sálfræðingur sem Mayer fékk til að skoða hann sagði hinsvegar fyrir rétti að hann teldi réttast að Fritzel tæki út refsingu sína á geðdeild. Hann sé ennþá fullur af ranghugmyndum og gæti ennþá verið hættulegur þrátt fyrir að hann sé orðinn 73 ára gamall.

Í réttarhöldunum í dag reyndi Fritzel ekki að fela andlit sitt eins og hann gerði í upphafi. Hann var snyrtilega til fara og virtist rólegur og yfirvegaður. Hann á yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×