Erlent

Átti að endurgreiða milljarða

bernard madoff
bernard madoff

Milljarðamæringurinn Jeffry Picower fannst látinn í sundlaug sinni við glæsivillu á Palm Beach í Flórída í Bandaríkjunum í fyrradag. Talið er að hann hafi drukknað.

Picower, sem var 67 ára, var lögmaður og endurskoðandi en hagnaðist vel á arðgreiðslum frá fjársvikahrappinum Bernard Madoff.

Madoff er sekur um að hafa svikið 65 milljarða dala, jafnvirði tæplega átta þúsund milljarða króna, af þúsundum viðskiptavina sinna. Hann afplánar nú 150 ára fangelsisdóm fyrir svikin.

Picower átti yfir höfði sér málsókn þar sem hann var krafinn um endurgreiðslu á 6,7 milljörðum dala. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×