Íslenski boltinn

Toppliðin unnu eftir að hafa lent undir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV.
Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV.

Toppliðin í fyrstu deild karla, ÍBV og Selfoss, unnu bæði sína leiki í kvöld eftir að hafa lent undir gegn andstæðingum sínum.

ÍBV vann 3-1 sigur á Víkingi frá Ólafsvík en Josip Marosevic kom gestunum frá Ólafsvík yfir með marki á tíundu mínútu. Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks og Atli Heimisson bætti við tveimur í síðari hálfleik.

Selfoss vann Þór, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir. Þá vann Njarðvík 1-0 sigur á Víkingi frá Reykjavík með marki Marko Stefánssonar á 73. mínútu.

Önnur úrslit kvöldsins:

Leiknir - Stjarnan 1-3

KS/Leifur - Fjarðabyggð 0-1

Haukar - KA 0-1

Staðan eftir fimmtán umferðir:

1. ÍBV 37 stig

2. Selfoss 34

----

3. Stjarnan 30

4. Haukar 24

5. KA 19

6. Fjarðabyggð 19

7. Víkingur R. 18

8. Víkingur Ó. 18

9. Þór 16

10. Leiknir 12

----

11. Njarðvík 11

12. KS/Leiftur 9






Fleiri fréttir

Sjá meira


×