Innlent

Birgi mjög brugðið við dóminn í Færeyjum

Birgi Páli Marteinssyni var mjög brugðið í gærkvöldi þegar hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í Héraðstómi í Færeyjum samkvæmt heimildum færeyska útvarpsins. Færeyska blaðið Dimmalætning hefur eftir Birgi Páli að verst þyki honum að fá ekki að fara aftur til Færeyja - honum finnist hann eiga frekar heima þar en á Íslandi. Í Færeyjum býr afi hans og þar á hann einnig fleiri ættingja.

Birgir Páll er 25 ára. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið á móti um fjörutíu kílóum af fíkniefnunum sem síðar voru haldlögð á Fáskrúðsfirði, en hann mun hafa haldið eftir tæplega tveimur kílóum af amfetamíni og e-pilludufti. Saksóknari krafðist í það minnsta tíu ára fangelsins og byggði það á því að maðurinn hafi tekið þátt í undirbúningi og skipulagningu smyglsins. Kviðdómi í Færeyjum þótti það ekki sannað en sakfelldi hann fyrir vörslu efnanna.

Eftir afplánun dómsins er Birgir Páll svo í ævilöngu endurkomubanni. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu kviðdóms um að maðurinn sé sekur en hægt verður að áfrýja ákvörðun um refsingu til æðra dómsstóls.

Fyrrverandi kærasta hans býr þar einnig en hún var lykilvitni í málinu gegn Birgi Páli. Hún sagði lögreglu frá því að hann hefði haft fíkniefni undir höndum og skilaði einnig til lögreglu bréfum sem hann sendi henni þegar hann var í gæsluvarðhaldi.


Tengdar fréttir

Smygl á bréfi olli lengd einangrunar

Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið í einangrun í fangelsinu í Þórshöfn í nær hálft ár af því að hann smyglaði bréfi úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Málflutningur í máli hans, sem er angi af Pólstjörnumálinu, hófst í gær.

Sýkna og sekt fyrir Birgi Pál - Refsing ákveðin í kvöld

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði í dag að Birgir Páll Marteinsson væri ekki sekur um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Birgir er hins vegar ekki laus allra mála því kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um vörslu á fíkniefnum.

Móðir drengsins í Færeyjum býst við dómi

Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag.

Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið

Móðir 25 ára Íslendings sem bíður dóms í Færeyjum segir að hann hafi, í nafni æskuvináttu og trausts, verið að gera Guðbjarna Traustasyni greiða. Hún segist bara vona að kviðdómurinn verði mannlegur.

Smyglskútudrengir segja sögu sína

Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×