Innlent

Dómur yfir Íslendingi í Færeyjum í dag

Dómur verður í dag kveðinn upp yfir Íslendingnum Birgi Marteinsssyni í Færeyjum vegna aðildar hans að Pólstjörnumálinu svokallaða.

Birgir er meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið á móti um 40 kílóum af fíkniefnunum sem síðar voru haldlögð á Fáskrúðsfirði, en hann mun hafa haldið eftir tæplega tveimur kílóum af amfetamíni og e-pilludufti sjálfur. Efnin fundust í vörslu hans við leit lögreglunnar í Færeyjum.

Brot hans geta varðað allt að tíu ára fangelsi en í sérstökum tilvikum er hægt að dæma menn í 15 ára fangelsi. Fram kemur á vef færeyska útvarpsins að Birgir hafi játað að hafa haft efnin í vörslu sinni en hann neitar aðild að smygli. Kviðdómur í málinu hefur dregið sig í hlé og er von á úrskurði hans síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×