Einangrunarvistin er illskiljanlegt harðræði 9. apríl 2008 00:01 Eiður Guðnason „Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni. Pólstjörnumálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
„Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni.
Pólstjörnumálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira