Innlent

Dæmdur í sjö ára fangelsi í Færeyjum

Birgir Páll Marteinsson var í kvöld dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hlut sinn í Pólstjörnumálinu. Að auki var Birgir dæmdur í ævilangt endurkomubann. Samkvæmt fréttamanni færeyska ríkisútvarpsins var Birgi mjög brugðið við dómsuppkvaðningu.

Birgir Páll var handtekinn í Færeyjum um leið og smyglararnir hér á landi voru gripnir. Hann hafði í fórum sínum tvö kíló af fíkniefnum sem ætlunin var að selja í Færeyjum síðar.

Birgir Páll er 25 ára gamall. Hann á afa í Færeyjum og átti þar kærustu sem yfirgaf hann þegar hún fékk veður af fíkniefnunum. Hún sagði lögreglunni jafnframt að hann hefði fíkniefni undir höndum. Hún skilaði einnig til lögreglunnar bréfi sem Birgir Páll smyglaði til hennar. Bréfinu skilaði hún með þeim orðum að hún vildi ekkert af þessum manni vita framar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×