Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2008 14:15 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan hefði vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Björn hafi hingað til staðið í vegi fyrir að leiðin væri farin. ,,Málið er í höndum allsherjarnefndar sem fjallar um tillögu mína og réttarfarsnefndar. Ég vænti þess ad samstaða takist innan nefndarinnar," segir Björn. Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að vel komi til greina að setja í lög ákvæði sem heimili lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum. Undanfarna daga hefur verið um rætt um austurrísku leiðina sem úrræði til að vinna gegn heimilisofbeldi. Tilefnið er að fyrir helgi hafnaði Hæstiréttur beiðni lögreglunnar sem fór fram á að nálgunarbann manns yrði framlengt um þrjá mánuði. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi. Kolbrún hefur lagt árlega til frá árinu 2003 að austurríska leiðin verði tekin upp hér á landi. Tengdar fréttir Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30 Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11. ágúst 2008 12:22 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan hefði vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Björn hafi hingað til staðið í vegi fyrir að leiðin væri farin. ,,Málið er í höndum allsherjarnefndar sem fjallar um tillögu mína og réttarfarsnefndar. Ég vænti þess ad samstaða takist innan nefndarinnar," segir Björn. Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að vel komi til greina að setja í lög ákvæði sem heimili lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum. Undanfarna daga hefur verið um rætt um austurrísku leiðina sem úrræði til að vinna gegn heimilisofbeldi. Tilefnið er að fyrir helgi hafnaði Hæstiréttur beiðni lögreglunnar sem fór fram á að nálgunarbann manns yrði framlengt um þrjá mánuði. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi. Kolbrún hefur lagt árlega til frá árinu 2003 að austurríska leiðin verði tekin upp hér á landi.
Tengdar fréttir Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30 Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11. ágúst 2008 12:22 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24
Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20
Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30
Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30
Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00
Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30
Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11. ágúst 2008 12:22