Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2008 12:22 Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekin upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Úrræðið felur í sér að ofbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. Frá árinu 2003 hefur Kolbrún lagt árlega til á Alþingi að leiðin verði tekið upp hér á landi. Undanfarna daga hefur verið um rætt um austurrísku leiðina sem úrræði til að vinna gegn heimilisofbeldi. Tilefnið er að fyrir helgi hafnaði Hæstiréttur beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns yrði framlengt um þrjá mánuði. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, Kolbrún segir að fleiri lönd hafi fylgt Austurríki í kjölfar þess að þar voru sett lög árið 1997 sem heimili lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið í tíu daga til þrjá mánuði. Fjölmörg Evrópulönd hafa tekið upp þetta ákvæði, meðal annars öll hin norrænu ríkin. ,,Fram að þessu stóðu Austurríkismenn frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa sem gerðu konur og börn í rauninni að flóttafólki í eigin landi." ,,Það kann að vera að íslensk stjórnvöld setji sig upp á móti þessari leið því þetta kann að kosta einhverja fjármuni. Aftur á móti mun úrræðið skila okkur um leið hamingjusamara samfélagi. Í þeim tilfellum vil ég ekki að við horfum í fjármunina," segir Kolbrún. Kolbrún kveðst eiga von á því að málið fái stuðning í öðrum flokkum. ,,Ég vona að Björn Bjarnason verði ekki sá sem standi í vegi fyrir þessu en ef hann ætlar að gera það vona ég að fólk í hans flokki hafi vit fyrir honum. Hann hefur ekki lýst sig fylgjandi þessari leið og hefur hingað til staðið í vegi fyrir málinu." Tengdar fréttir Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekin upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Úrræðið felur í sér að ofbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. Frá árinu 2003 hefur Kolbrún lagt árlega til á Alþingi að leiðin verði tekið upp hér á landi. Undanfarna daga hefur verið um rætt um austurrísku leiðina sem úrræði til að vinna gegn heimilisofbeldi. Tilefnið er að fyrir helgi hafnaði Hæstiréttur beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns yrði framlengt um þrjá mánuði. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, Kolbrún segir að fleiri lönd hafi fylgt Austurríki í kjölfar þess að þar voru sett lög árið 1997 sem heimili lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið í tíu daga til þrjá mánuði. Fjölmörg Evrópulönd hafa tekið upp þetta ákvæði, meðal annars öll hin norrænu ríkin. ,,Fram að þessu stóðu Austurríkismenn frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa sem gerðu konur og börn í rauninni að flóttafólki í eigin landi." ,,Það kann að vera að íslensk stjórnvöld setji sig upp á móti þessari leið því þetta kann að kosta einhverja fjármuni. Aftur á móti mun úrræðið skila okkur um leið hamingjusamara samfélagi. Í þeim tilfellum vil ég ekki að við horfum í fjármunina," segir Kolbrún. Kolbrún kveðst eiga von á því að málið fái stuðning í öðrum flokkum. ,,Ég vona að Björn Bjarnason verði ekki sá sem standi í vegi fyrir þessu en ef hann ætlar að gera það vona ég að fólk í hans flokki hafi vit fyrir honum. Hann hefur ekki lýst sig fylgjandi þessari leið og hefur hingað til staðið í vegi fyrir málinu."
Tengdar fréttir Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24
Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20
Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30
Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30
Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00
Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30